Loka Hellisheiði og umferð beint um Þrengsli

Þórður Arnar Þórðarson

Stefnt er á að malbika akreinar í báðar áttir neðst í Kömbum á morgun. Lokað verður yfir Hellisheiði og verður umferð beint um hjáleið um Þrengsli.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 09:00 til kl. 20:00 samkvæmt upplýsingum frá Colas sem annast framkvæmdirnar fyrir Vegagerðina. 

mbl.is