Sameining felld í A-Húnavatnssýslu

Möguleg sameining í Austur-Húnavatnssýslu
Möguleg sameining í Austur-Húnavatnssýslu mbl.is/Elín Esther

Tillaga um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu var felld í tveimur þeirra og því verður ekkert af sameiningunni. Um 1.880 búa í sveitarfélögunum fjórum í Austur-Húnavatnssýslu sem lagt var til að sameina. 

Talningu lauk í Blönduósbæ, Húnavatnshreppi, Skagabyggð og Sveitarfélaginu Skagaströnd í gærkvöldi og kom þá í ljós að íbúar Skagabyggðar og Skagastrandar höfðu ekki áhuga á sameiningu. Mestur áhugi á sameiningu var meðal íbúa á Blönduósi.

Hér má sjá hvernig atkvæði féllu

mbl.is

Bloggað um fréttina