Snekkjan A komin til Reykjavíkur

Snekkjan A er komin til Reykjavíkur.
Snekkjan A er komin til Reykjavíkur. mbl.is/Sigtryggur

Ein stærsta snekkja heims er nú komin til Reykjavíkur og er við ytri höfnina. Snekkj­an, sem nefn­ist A, er í eigu rúss­neska viðskipta­jöf­urs­ins And­reis Melnit­sén­kós.

Snekkjan hefur verið úti fyr­ir Íslands­strönd­um frá því í apríl en hún sigldi inn Eyjafjörðinn 14. apríl.

Snekkj­an er tæp­ir 143 metr­ar að lengd og 25 metra breið og ná möst­ur henn­ar þrjú hátt í 100 metra hæð.

 

 

mbl.is