Disney svarar kalli menntamálaráðherra

600 Disney titlar á íslensku
600 Disney titlar á íslensku AFP

Yfir 600 titlar frá framleiðandanum Disney eru væntanlegir með íslenskum texta eða tali á streymisveitu Disney. Þar af yfir 100 teiknimyndir talsettar á íslensku.

Myndirnar verða aðgengilegar á streymisveitunni Disney+ í lok júní. Í bréfi frá Disney til Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra voru tilgreindar ýmsar myndir á við Gosa (Pinnocchio), Ísöld (Ice Age), Leikfangasaga (Toy Story), Frosinn (Frozen) og Stjörnustríðsmyndirnar (Star Wars saga) auk fjölda mynda frá Marvel. 

Þessu greindi Lilja frá á fésbókarsíðu sinni í dag en hún hefur lengi unnið að því að fá Disney til að tryggja að bíómyndir frá þeim séu aðgengilegar á íslenskri tungu. hún segir þetta boða tímamót í talsetningu og textun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert