Forvitin um íslenska fortíð

Ívar Guðmundsson, blaðamaður og fréttastjóri, afi Ingu Gudmundsson. Hún leitar …
Ívar Guðmundsson, blaðamaður og fréttastjóri, afi Ingu Gudmundsson. Hún leitar nú upplýsinga um fortíð hans hér á landi.

„Sjálf lærði ég sagnfræði í háskóla og því veit ég að með tímanum týnast því miður sögurnar. Mitt markmið er að ná að safna saman upplýsingum um hann svo ég viti betur hver hann var, bæði fyrir fjölskylduna mína en vonandi get ég líka deilt sögu hans með öðrum.“

Þetta segir Inga Gudmundsson, sem er búsett í Charleston í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum en á ættir að rekja til Íslands.

Inga hafði samband við Morgunblaðið í þeirri von að hún myndi öðlast frekari upplýsingar um afa sinn sem hún kynntist aldrei en er ólm í að vita meira um. Afi Ingu hét Ívar Guðmundsson og lést árið 1996, áður en Inga fæddist. Sjálf hefur Inga heyrt sögur af afa sínum hjá fjölskyldumeðlimum en hana langar til að heyra um hann frá vinum hans og samstarfsfélögum á Íslandi.

„Sem Ameríkani sem hefur verið svo heppinn að fá að heimsækja Ísland mörgum sinnum þá langar mig að heyra meira um það Ísland sem Ívar fékk að upplifa á sínu æviskeiði,“ segir Inga í blaðinu í dag. Hún er bandarískur ríkisborgari og hefur alla tíð búið vestanhafs. Hún segir það vekja furðu landamæravarða í hvert sinn sem hún kemur til landsins að í bandaríska vegabréfinu hennar stendur Inga Gudmundsson en ættarnafnið hefur hún frá afa sínum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert