Innkalla bjór sem getur sprungið

Allir sem eiga þessa vöru, með fyrrnefndri best fyrir dagsetningu, …
Allir sem eiga þessa vöru, með fyrrnefndri best fyrir dagsetningu, eru beðnir um að farga henni eða skila henni í næstu vínbúð og fá hana þar bætta.

ÁTVR hefur innkallað vöruna The Brothers Brewery Sigla Humlafley Session IPA, sem er bjór í 330 ml áldós þar sem umbúðir vörunnar geta bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu.

Fram kemur á vef ÁTVR, að innköllunin miðist eingöngu við birgðir vörunnar merktar með best fyrir dagsetningunni: 18.08.21.

„Varan hefur nú þegar verið fjarlægð úr hillum vínbúðanna. Allir sem eiga þessa vöru, með fyrrnefndri best fyrir dagsetningu, eru beðnir um að farga henni eða skila henni í næstu vínbúð og fá hana þar bætta. Ef umbúðir vörunnar eru bólgnar er rétt að leiðbeina um að opna umbúðirnar að viðhafðri fyllstu varúð.“

Nánari upplýsingar hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert