Þórsstofa mögulega opnuð að nýju á Þórshöfn á Langanesi

Þór Jakobsson.
Þór Jakobsson. mbl.is/Árni Sæberg

Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum 17. maí að skoða mögulegan flutning og uppsetningu á Þórsstofu í sveitarfélaginu.

Þórsstofa geymir ljósmyndir og upplýsingar um störf dr. Þórs Jakobssonar veðurfræðings. Þór starfaði bæði á Íslandi og í Kanada og helgaði sig málefnum norðurslóða og hafíss.

Um er að ræða stórar veggplötur með upplýsingum og innrammaðar ljósmyndir frá leiðöngrum Þórs um norðurslóðir og Norður-Íshaf. Þór segist meðal annars hafa beint sjónum að hugsanlegum siglingaleiðum yfir Norður-Íshaf í gegnum tíðina og hafi verið manna fyrstur til að skrifa um þær hér á landi.

Þórsstofa var áður til húsa í húsnæði Kvennaskólans á Blönduósi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert