Gróðureldar við jaðarinn

Sjá má grasið sviðna undan eldglóandi hrauninu í Nátthaga.
Sjá má grasið sviðna undan eldglóandi hrauninu í Nátthaga. Skjáskot

Gróðureldar eru nú við jaðarinn á hraunflæðinu í Nátthaga á Reykjanesskaga og skyggir reykurinn á hraunfossinn frá sjónarhorni nýrrar vefmyndavélar mbl.is á svæðinu. 

Þrjár nýjar vefmyndavélar sýna nú beint frá gosinu á mbl.is, ein í Nátthaga, ein frá útsýnishólmanum sem nú er lokaður af vegna hrauns og ein yfir Meradali. 

Mistur yfir höfuðborginni

Mistur hefur verið yfir höfuðborgarsvæðinu í morgun sem kemur að öllum líkindum af gossvæðinu að sögn Salóme Jórunnar Bergþórsdóttur náttúruvársérfræðings á vakt.

Gosmengun hefur þó hvergi verið yfir heilsuverndarmörkum. „Svo byrjar að rigna núna á eftir og þá fellur eitthvað út. Svo breytist vindáttin og þá býst ég við að þetta fari,“ segir Salóme. 

mbl.is