Hamborgarar víki fyrir íbúðum

Ofanleiti 14. Hamborgarabúllan mun mögulega hverfa í framtíðinni og íbúðarhús …
Ofanleiti 14. Hamborgarabúllan mun mögulega hverfa í framtíðinni og íbúðarhús rísa í staðinn. mbl.is/sisi

Á fundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur fyrir skömmu var tekin til afgreiðslu fyrirspurn a2f arkitekta ehf., dagsett 17. maí 2021, um breytingu á deiliskipulagi Kringlubæjar 2. áfanga vegna lóðarinnar númer 14 við Ofanleiti (Hamborgarabúlla Tómasar).

Í fyrirspurninni felst niðurrif á núverandi byggingu og í staðinn komi lítið fjölbýlishús ásamt bílakjallara, norðar á lóðinni. Málinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

Fram kemur í gögnum málsins að fyrirspurnin er send inn í umboði eigandans, SHP consulting ehf. í Mosfellsbæ. Hugmyndin sé sú að í stað Hamborgarabúllunnar yrði reist lítið íbúðarhús með 6-8 íbúðum ásamt bílakjallara undir húsinu.

Byggingin sem fyrir er yrði rifin og ný bygging reist norðar í lóðinni, nær götunni Ofanleiti. Það væri gert til að skyggja minna á aðliggjandi byggð og skapa skjólgott svæði til suðurs fyrir svalir og verandir, að því er fram kemur í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »