ÍAV krefst 3,8 milljarða vegna Kirkjusandsreits

Stjórn Íslandsbanka mun óska eftir því að allt hlutafé bankansverði …
Stjórn Íslandsbanka mun óska eftir því að allt hlutafé bankansverði tekið til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq Iceland. mbl.is/Árni Sæberg

Verktakafyrirtækið ÍAV hf. hefur höfðað mál á hendur fagfjárfestasjóðnum 105 Miðborg slhf., sem rekinn er af dótturfélagi Íslandsbanka, Íslandssjóðum, og Íslandssjóðum vegna riftunar 105 Miðborgar á samningi vegna uppbyggingar á Kirkjusandi.

Þetta kemur fram í útboðslýsingu Íslandsbanka sem birt var í gær. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í mars sl. sendi ÍAV frá sér yfirlýsingu snemma í þeim mánuði um að fyrirtækið hefði ekki fengið neitt greitt fyrir vinnu sína frá því í nóvember á síðasta ári. Krefst ÍAV nú rúmlega 3,8 milljarða króna í skaðabætur auk greiðslna vegna tafa og lögfræðikostnaðar.

Eins og áður hefur komið fram rifti 105 Miðborg samningi sínum við ÍAV og réð nýja verktaka til að ljúka við húsnæðið. Meðal ágreiningsefna milli aðila er frágangur á annað hundrað íbúða sem reistar voru á Kirkjusandi en 105 Miðborg telur að galli hafi verið á þeim.

Í útboðslýsingunni hafna Íslandssjóðir aðild sinni að málinu á þeim grunni að viðsemjandi ÍAV hafi verið 105 Miðborg slhf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert