Ísland vænlegt til bílaferðalaga

Ísland er í 10. sæti yfir vænlegustu lönd í Evrópu til að ferðast um á bíl í fríinu sínu ef marka má úttekt sem norska heimasíðan momondo.no birti á dögunum.

Matið byggist á 17 ólíkum þáttum í sex mismunandi flokkum þar sem meðal annars er tekið mið af kostnaði, öryggi, umferð, innviðum, náttúru og veðri. Löndin fá einkunn fyrir hvern þátt fyrir sig og byggist lokastig þeirra á vegnu meðaltali sem er sett fram á skalanum 1 upp í 100.

Á listanum er að finna 31 Evrópuland og er Portúgal þar efst með 100 stig en Ungverjaland situr í neðsta sæti með eitt stig. Ísland er með 64 stig í 10. sæti eftir lokaútreikning en allar Norðurlandaþjóðirnar á listanum komust í efstu 10 sætin að Noregi undanskildum sem lenti í 28. sæti. Færeyjar og Grænland eru ekki tekin með í matinu.

Mælist Ísland hæst af öllum löndum á náttúru- og umhverfismælikvarðanum með 6,6 af 7 mögulegum í einkunn, að því er fram kemur í Morgublaðiu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »