Enginn hálendisþjóðgarður á þessu kjörtímabili

Fundað var um málið síðdegis í dag.
Fundað var um málið síðdegis í dag. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um að setja á fót hálendisþjóðgarð verður sent aftur til ríkisstjórnarinnar. Þetta ákvað meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar þingsins á fundi sínum núna á fjórða tímanum.

Frumvarpið verður því ekki samþykkt á þessu þingi.

Líneik Anna Sævarsdóttir, sem situr í nefndinni fyrir Framsóknarflokk, segir að ástæða þessa hafi verið sá fjöldi umsagna sem barst nefndinni. Mikil vinna sé enn eftir við frumvarpið af þeim sökum.

mbl.is