Gistinóttum fjölgaði um 140% í maí

Ferðamenn í gufumekki frá Strokki.
Ferðamenn í gufumekki frá Strokki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hagstofan áætlar að gistinætur í maí hafi verið 90.000 í heildina. Borið saman við maí í fyrra er það 140% aukning en þá töldu þær 37.600. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands

Erlendar gistinætur margfaldast

Af þeim 90 þúsund voru tæpar 55 þúsund frá innlendum ferðamönnum og rúmlega 35.000 frá erlendum. Fjöldi erlendra gistinátta hefur því tífaldast milli ára en gistinóttum Íslendinga hafi fjölgað um 60%.

Í apríl voru erlendar gistinætur 8.600 og heildartalan 34.700. Munurinn milli mánaða er því einnig merkjanlegur. 

Ferðaþjónustan á þó enn langt í land ef miðað er við tölur ársins 2019 þegar gistinætur voru 315.000 í maí og þar af 276.700 erlendar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert