Önnur „bjórbomba“ innkölluð

Benchwarmers Citra Smash. Viðskiptavinir sem hafa keypt ofangreinda vöru er …
Benchwarmers Citra Smash. Viðskiptavinir sem hafa keypt ofangreinda vöru er beðnir um að farga vörunni eða skila í næstu Vínbúð. Ef umbúðir vörunnar eru bólgnar ber að viðhafa fyllstu varúð.

ÁTVR hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Benchwarmers Citra Smash bjór en ástæðan er að bjórinn getur bólgnað út og sprungið en hætta er á að neytendur geti slasast ef bjórinn springur.

Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Í vikunni greindi mbl.is frá annarri bjórtegund sem var innkölluð af sömu ástæðu. 

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

  • Vöruheiti: Benchwarmers Citra Smash  
  • Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: 19.12.2021 og 22.12.2021
  • Strikamerki: Dós: 735009942004 - Kassi: 7350099424960
  • Nettómagn: 330 mL
  • Framleiðandi: Benchwarmers Brewing Co.
  • Framleiðsluland: Svíþjóð
  • Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:
  • Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, Stuðlahálsi 2, 110 Reykjavík

Um dreifingu sjá eftirfarandi verslanir ÁTVR/Vínbúðarinnar: Kringlan, Heiðrún, Skútuvogur, Skeifan, Dalvegur, Smáralind, Garðabær, Hafnarfjörður, Reykjanesbær og Akureyri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert