Tekjur aukist um 120 milljarða milli ára

Gosið hefur minnt ferðalanga rækilega á Ísland sem áfangastað.
Gosið hefur minnt ferðalanga rækilega á Ísland sem áfangastað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsbankinn gerir ráð fyrir að tekjur af ferðaþjónustunni aukist um 120 milljarða á þessu ári, meðal annars út af lengri dvalartíma ferðamanna. Jafnframt telur bankinn að ferðamönnum fjölgi um 67% frá síðasta ári.

Ný spá bankans gerir ráð fyrir 800 þúsund ferðamönnum til landsins í ár, en bankinn spáði því í þjóðhagsspá sinni í október á síðasta ári að fjöldinn yrði mun minni eða 600 þúsund.

Eins og fram kemur í samtali Viðskiptamoggans við Gústaf Steingrímsson, hagfræðing hjá bankanum, voru útflutningstekjur ferðaþjónustunnar 117 milljarðar á síðasta ári, en bankinn spáir 236 milljarða króna tekjum á þessu ári. Ef svo fer að 650 þúsund ferðamenn koma en ekki 800 þúsund yrðu tekjurnar 41 milljarði minni að sögn Gústafs, eða 192 milljarðar króna.

„Það er auðvitað erfitt að spá nákvæmlega um þetta, en við teljum að gosið í Geldingadölum hafi töluverð áhrif. Gosið hefur minnt erlenda ferðalanga rækilega á Ísland sem áfangastað og við teljum að það verði töluverð umferð af fólki sem vill koma og sjá gosið á meðan það varir. Þetta er meginástæða þess að við hækkuðum spá okkar upp í 800 þúsund.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »