Einum og hálfum tíma á eftir áætlun

Bílar aka úr Herjólfi í morgun.
Bílar aka úr Herjólfi í morgun. mbl.is/Óskar Pétur

Herjólfur lagði af stað til Landeyjarhafnar klukkan 11 í morgun, einum og hálfum klukkutíma á eftir áætlun, eftir að glussaslanga í öðrum af tjökkum bílabrúarinnar í Eyjum gaf sig.

Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að reynt verði að vinna seinkunina upp þegar líður á daginn með því að lesta og losa hraðar og einnig sigla hraðar.

Allir voru komnir frá borði um klukkan 10.30 í morgun. Margir farþeganna voru foreldrar stúlkna sem keppa á TM-mótinu í fótbolta sem fer fram um helgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert