Ekkert innanlandssmit í gær

Frá sýnatöku vegna Covid-19.
Frá sýnatöku vegna Covid-19. mbl.is/Kristinn Magnússon

Enginn greindist með kórónuveirusmit innanlands í gær. Þetta kemur fram á Covid.is. 45 eru núna í einangrun sem fækkun um fimm frá því í gær. Á landamærunum bíður einn eftir mótefnamælingu. Tekin voru 2.706 sýni, þar af 1.385 vegna landamæraskimunar. 

Alls eru 217 í sóttkví, sem er fækkun um 31 á milli daga. 1.881 er í skimunarsóttkví. 

Á höfuðborgarsvæðinu eru 34 í einangrun, 3 á Suðurlandi, 2 á Austurlandi og 1 á Suðurnesjum. Fimm tilfelli eru óstaðsett. mbl.is