Fjórðungur rampanna verið settur upp

Fyrsti rampurinn vígður 16. apríl.
Fyrsti rampurinn vígður 16. apríl. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um fjórðungur þeirra rampa sem til stendur að smíða í tengslum við verkefnið Römpum upp Reykjavík hefur þegar verið settur upp. 

Unnið hefur verið við fljótgerðustu rampana, en stefnan er sett á að 100 rampar muni líta dagsins ljós fyrir lok mars 2022. Þrítugasti rampurinn var tekinn í notkun fyrr í vikunni. 

Fram kemur í tilkynningu að framkvæmdir á römpunum gangi hratt fyrir sig, en fyrsti rampurinn var vígður við hátíðlega athöfn 16. apríl við verslun Kokku á Laugavegi.

Stjörnugarðar ehf. framkvæma verkið og BM Vallá hefur gefið allar hellur sem til þarf. Tilgangur sjóðsins á bak við verkefnið er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum í Reykjavík. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert