Hvað gæti heppnasti Íslendingurinn keypt sér?

Meðal þess sem hægt er að kaupa, fá leigt eða …
Meðal þess sem hægt er að kaupa, fá leigt eða reka fyrir peninginn eru margar lúxusíbúðir, tugir lúxusjeppa, ríkisstofnanir (oft í áratugi jafnvel) og heilu tónlistarhúsin. Ljósmynd/Samsett

Lottóvinningurinn sem íslenskur karlmaður vann í Víkingalottó í gær er sá stærsti í sögunni, um 1,2 milljarðar króna. mbl.is tók saman nokkra hluti sem hægt er að gera við þennan stærsta skattfrjálsa vinning Íslandssögunnar. 

Meðal þess sem hægt er að kaupa, fá leigt eða reka fyrir peninginn eru margar lúxusíbúðir, tugir lúxusjeppa, ríkisstofnanir (oft í áratugi jafnvel) og heilu tónlistarhúsin. Svo verður auðvitað að nefna að hann þarf ekki að skrimta fyrir næstu lottóvinningum, enda er hægt að kaupa rétt rúmlega milljón miða í Víkingalottó fyrir vinninginn, einn á viku í 21 þúsund ár.

Vinningshafinn gæti valið sér eitt af eftirfarandi:

Matur og drykkur

  • 2,4 milljón pylsur með öllu á Bæjarins bestu
  • 548 þúsund Tilboð aldarinnar á Hamborgarabúllu Tómasar
  • 3 þúsund flöskur af Louis XIII Remy Martin koníaki í ÁTVR (dýrasta vara á vinbudin.is)
  • 6 milljón dósir af Harboe Pilsner (ódýrasti bjórinn á vinbudin.is)
  • 413 tonn af sælgæti í Nammibar Hagkaupa – 826 tonn um helgar auðvitað
  • 6,7 milljón lítra af léttmjólk
Hvernig hljóma 2,4 milljónir með öllu? Þekkjum við ekki öll …
Hvernig hljóma 2,4 milljónir með öllu? Þekkjum við ekki öll einhvern sem gæti torgað því? mbl.is/Sigurður Unnar

Húsnæði og og fararskjótar

  • 40 glænýja Mercedes Benz G-Class frá bílaumboðinu Öskju
  • 30 þúsund flugferðir með Icelandair til Kaupmannahafnar, aðra leið 
  • Þrjá Bugatti Veyron, einn dýrasti fjöldaframleiddi bíll í heimi
  • Fimm 177 fermetra lúxusíbúðir við Geirsgötu í Reykjavík
  • 495 glænýja Toyota Aygo hjá Toytota-umboðinu
  • 25 þriggja herbergja íbúðir í Grafarvogi
  • Strá fyrir Braggann á Nauthólsvegi í Reykjavík, 1.500 sinnum
Hver hefði ekki gott af 40 Mercedes Benz G-class?
Hver hefði ekki gott af 40 Mercedes Benz G-class?

Heimili og afþreying

  • Útvarpsgjald Ríkisútvarpsins í 65 þúsund ár
  • Áskrift að Morgunblaðinu í 12 þúsund ár
  • Risapakki Stöðvar 2 í 5 þúsund ár
  • 5.454 Iphone Pro Max
  • 1.200 Egg úr Epal
  • 13 þúsund Kitchen Aid hærivélar
  • 2.220 85" Samsung QLED sjónvörp
  • 15 þúsund Playstation 5 leikjatölvur
Sá heppni gæti keypt sér 15 þúsund Playstation 5 leikjatölvur. …
Sá heppni gæti keypt sér 15 þúsund Playstation 5 leikjatölvur. Spurningin er bara hvort hægt sé að kaupa sig fram fyrir í röðina.

Fjárlög hins opinbera

Hinn heppni gæti heldur betur lagt ríkinu lið og hlaupið undir bagga með ýmsan kostnað. Meðal þess sem hann getur staðið straum af:

  • Kostnaður við rekstur hinnar alræmdu Verðlagsstofu skiptaverðs í 24 ár
  • Kostnaður við rekstur Landsréttar í rúmt eitt og hálft ár
  • Kostnaður við að reka lögregluembættið á Norðurlandi eystra í eitt ár
  • Kostnaður við að reka Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhús í eitt ár (og hann ætti 200 milljónir eftir)
Hægt væri að reka Hörpu í eitt ár og samt …
Hægt væri að reka Hörpu í eitt ár og samt eiga 200 milljónir eftir. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert