14 ár fyrir manndráp staðfest

Landsréttur.
Landsréttur. Ljósmynd/Hanna Andrésdóttir

Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir karlmanni á sextugsaldri fyrir manndráp. Maðurinn var dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að verða eiginkonu sinni að bana á heimili þeirra í mars í fyrra. 

Kon­an lést á heim­ili þeirra hjóna í Sand­gerði 28. mars og var eig­inmaður henn­ar ákærður fyr­ir mann­dráp 24. júní árið 2020. 

Maðurinn neitaði sök bæði í héraði og fyrir Landsrétti og bar fyrir sig minnisleysi.

Fram kemur í dómi Landréttar og hinum áfrýjaða dómi að maðurinn hringdi ekki á Neyðarlínuna daginn sem konan lést heldur gerði dóttir þeirra það. 

Í dómi Landsréttar var talið sannað að dánarorsök konunnar hefði verið köfnun vegna kyrkingartaks mannsins.

Sömuleiðis var það niðurstaða dómsins að maðurinn mátti gera sér grein fyrir alvarleika árásarinnar og að líklegt væri að bani hlytist af henni. Ljóst þótti að um ásetning væri að ræða. 

mbl.is