Bóluefni ólíkleg orsök 4 af 5 andlátum sem skoðuð voru

Niðurstöðurnar munu ekki breyta fyrirkomulagi bólusetninga hérlendis.
Niðurstöðurnar munu ekki breyta fyrirkomulagi bólusetninga hérlendis. Eggert Jóhannesson

Embætti landlæknis birti í dag niðurstöður úr athugun óháðra sérfræðinga á meintum alvarlegum aukaverkunum bóluefna gegn Covid-19. Af þeim fimm dauðsföllum sem voru til rannsóknar var í einu af þeim fimm metið ólíklegt til mögulegt að bólusetning hafi leitt til andláts. Í hinum fjórum tilfellum var það metið ólíklegt.

Óháðir sérfræðingar voru fengnir til að semja skýrsluna en það voru þeir Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum og Brynjar Viðarsson, blóðsjúkdómalæknir.

Niðurstöðurnar munu ekki breyta fyrirkomulagi bólusetninga.

mbl.is