Grunaður um endurtekið áreiti

Maður var handtekinn í Vesturbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í gærkvöldi grunaður um endurtekið áreiti. Hann var í annarlegu ástandi og var hann vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Maður í annarlegu ástandi var handtekinn á heimili í miðbæ Reykjavíkur laust fyrir klukkan 22 í gærkvöldi. Hann er m.a. grunaður um vörslu og meðferð fíkniefna. Hann var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Ofurölvi fyrir framan veitingahús

Upp úr klukkan eitt í nótt voru höfð afskipti af tveimur ofurölvi mönnum fyrir framan veitingahús í hverfi 108.  Annar maðurinn var talinn hafa dottið og fengið áverka á hné og höfuð og var hann fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild. Hinn maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu sökum ölvunar.

Bifreið var stöðvuð í Hafnarfirði laust fyrir klukkan eitt. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert