„Jákvætt framfaraskref“ 

Kristín Ögmundsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir, Birna Hafstein, Valur Freyr Einarsson og …
Kristín Ögmundsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir, Birna Hafstein, Valur Freyr Einarsson og Hrafnhildur Theodórsdóttir.

Nýr kjarasamningur fyrir leikara og dansara í Borgarleikhúsinu var samþykktur í dag. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Félagi íslenskra leikara og sviðlistafólks og Borgarleikhúsinu. 

„Samningurinn er jákvætt framfaraskref og styrkir umtalsvert stöðu dansara í leikhúsinu.  Hér er einnig komið til móts við ákall um betra skipulag og fjölskylduvænna vinnuumhverfi fyrir sviðslistafólk,“ segir í tilkynningunni.  

Í samninganefnd FÍL voru Birna Hafstein formaður FÍL, Bergur Þór Ingólfsson leikari og leikstjóri, Hrafnhildur Theodórsdóttir framkvæmdastjóri FÍL, Katrín Gunnarsdóttir dansari og danshöfundur, Vala Kristín Eiríksdóttir leikari, Valur Freyr Einarsson leikari og Þuríður Blær Jóhannsdóttir leikari.

Undirritun samninga. Katrín Gunnarsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Birna Hafstein, Elísabet …
Undirritun samninga. Katrín Gunnarsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Birna Hafstein, Elísabet S. Ólafsdóttir, Eggert Benedikt Guðmundsson, Guðmundur Heiðar Guðmundsson, Ólafur G.Halldórsson og Kristín Ögmundsdóttir.

Frá SA og Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu voru Eggert Benedikt Guðmundsson formaður LR, Guðmundur Heiðar Guðmundsson frá SA, Kristín Ögmundsdóttir framkvæmdastjóri Borgarleikhússins og Ólafur Garðar Halldórsson frá SA.

„Samninganefndir vilja koma á framfæri þökkum til Elísabetar S. Ólafsdóttur skrifstofustjóra og aðstoðar ríkissáttasemjara og Aðalsteins Leifsson ríkissáttasemjara fyrir þeirra þátt í samningagerðinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert