Loka Snæfellsnesvegi vegna hvassviðris

Hjólhýsi valt undir Ingólfsfjalli skammt frá Selfossi. Hjólhýsi hafa einnig …
Hjólhýsi valt undir Ingólfsfjalli skammt frá Selfossi. Hjólhýsi hafa einnig fokið af Snæfellsvegi og hefur lögreglan á Vesturlandi lokað þeim vegi. mbl.is/kbl

Hvassviðri virðist hafa truflað marga vegfarendur sem höfðu hug á að dvelja í hjólhýsum sínum um helgina. Hjólhýsi hafa fokið af vegi skammt frá kjalarnesi, velt á hliðina vestur af Selfossi og fokið út af vegi á Snæfellsnesi.

Lögreglan á Vesturlandi hefur tilkynnt að Snæfellsnesvegur hafi verið lokaður þar sem hjólhýsi hafa fokið af veginum og eru vegfarendur beðnir um að fara varlega. Hefur vindur náð 35 metrum á sekúndu.

Þá sagði mbl.is frá því fyrr í kvöld að tafir urðu á umferð á leið norður á þjóðveginum skammt frá Kjalarnesi vegna bíls og hjólhýsis sem fauk af vegi. Jafnframt hefur verið sagt frá hjólhýsi sem fauk á hliðina á þjóðveginum undir Ingólfsfjalli vestur af Selfossi.

mbl.is