MDE fellir mál Magnúsar gegn ríkinu niður

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur formlega fellt mál Magnúsar Guðmundssonar, fyrr­ver­andi banka­stjóri Kaupþings í Lúx­em­borg, gegn íslenska ríkinu niður og viðurkenndi með því sátt ríkisins við Magnús. Sektin stendur ennþá í 12 þúsund evrum.

Mbl.is greindi fyrst frá sáttinni í febrúar en í gær lauk málinu endanlega með ákvörðun mannréttindadómstólsins, líkt og Fréttablaðið greindi frá í morgun. Íslenska ríkið viðurkenndi með sáttinni að brotið hafi verið gegn 1. mgr. 6. gr. Mann­rétt­inda­sátt­mál­a Evrópu um rétt­inn til rétt­látr­ar málsmeðferðar í markaðsmis­notk­un­ar­máli Kaupþings. Í sáttinni fólst einnig viðurkenning á rétti Magnúsar til að óska eftir endurupptöku málsins.

Í samtali við mbl.is segir Kristín Edwald, verjandi Magnúsar, að engar ákvarðanir hafi verið teknar um hvort þau fari fram á endurupptöku málsins.

mbl.is