Nokkrar hálendisleiðir eru að opnast

Landmannalaugar. Búast má við að margir ferðamenn fari þangað.
Landmannalaugar. Búast má við að margir ferðamenn fari þangað. mbl.is/Sigurður Bogi

Hálendisvegirnir eru að opnast þessa dagana, hver á fætur öðrum. Opnað verður inn í Landmannalaugar um Sigölduleið í fyrramálið og í gær var leiðin inn í Eldgjá opnuð.

Fyrir nokkru var Kjalvegur opnaður inn í Kerlingarfjöll. Nú er verið að hefla veginn þaðan og inn á Hveravelli og þótt vegurinn sé ekki lengur lokaður á þeim kafla er hann ekki kominn í gott stand.

Ágúst Freyr Bjartmarsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Vík í Mýrdal, segir búið sé moka veginn inn í Landmannalaugar, um Sigölduleið. Nú sé að renna af veginum og verði hann heflaður um helgina. Vegurinn verði opnaður í fyrramálið. Það rími við það að landverðir og skálaverðir komi á svæðið um helgina til að taka á móti ferðafólki.Er þessi opnunartími nálægt meðaltali áranna 2016-2020.

mbl.is