Sendi skýr skilaboð um ábyrgð eigenda

Verkamenn voru látnir gistaí svefnkössum við Smiðshöfða.
Verkamenn voru látnir gistaí svefnkössum við Smiðshöfða. Ljósmynd/SHS

Því miður rifjast atburðurinn á Bræðraborgarstíg upp þegar maður les þennan dóm. Hann undirstrikar þá miklu ábyrgð sem eigendur bera þegar þeir leigja út húsnæði til þriðja aðila,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.

Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob ehf. var í vikunni dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna lífi 24 erlendra verkamanna í bráða hættu. Hann hýsti þá í iðnaðarhúsnæði við Smiðshöfða en þar voru smíðaðir svokallaðir svefnkassar fyrir hvern og einn en engar brunavarnir eða flóttaleiðir voru í húsinu.

Jón Viðar segir að dómurinn sendiskýr skilaboð um ábyrgð eigenda en þetta er fyrsti dómur sinnar tegundar hér á landi.

Nýlega var maðurinn sem var valdur að brunanum við Bræðraborgarstíg dæmdur til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Mál eigenda hússins er hins vegar enn til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt upplýsingum frá embætti héraðssaksóknara.

mbl.is