54 milljónir fyrir allar tölur réttar

Einn vann 54 milljónir í Lottó í kvöld.
Einn vann 54 milljónir í Lottó í kvöld. Ljósmynd/Lottó

Einn miðahafi í Lottó var með allar tölur réttar og hlýtur fyrir það 54 milljónir í vinning. Miðinn var keyptur í N1 Háholti í Mosfellsbæ. 

Fjórir miðahafar skiptu með sér bónusvinningnum og fá fyrir það rétt rúmar 198 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir á N1 Bíldshöfða í Reykjavík, Olís Ánanaustum í Reykjavík, einn miðinn var keyptur á lotto.is og einn miðinn var í áskrift. 

Þá voru tveir heppnir miðahafar voru með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker og hlýtur hvor þeirra 2 milljónir króna í sinn hlut. Einn miðinn var í áskrift og hinn miðinn var keyptur á heimasíðu okkar, lotto.is.

mbl.is