60 brautskráðir úr Háskólagrunni HR

Hópurinn sem brautskráðist úr Háskólagrunni HR í gær ásamt Önnu …
Hópurinn sem brautskráðist úr Háskólagrunni HR í gær ásamt Önnu Sigríði Bragadóttir, forstöðumanni Háskólagrunns HR, og Ara Kristni Jónssyni, rektor Háskólans í Reykjavík. Ljósmynd/Aðsend

60 nemendur brautskráðust í gær með lokapróf úr Háskólagrunni HR. Athöfnin fór fram í Háskólanum í Reykjavík.

Þar af brautskráðust sex nemendur úr lögfræðigrunni, 20 úr tækni- og verkfræðigrunni, 13 úr tölvunarfræðigrunni og 21 úr viðskiptafræðigrunni. 

Una Mattý Jensdóttir hlaut við brautskráninguna viðurkenningu Samtaka iðnaðarins fyrir bestan námsárangur.

Háskólagrunnur HR er undirbúningsnám fyrir háskólanám sem lýkur með lokaprófi sem veitir rétt til háskólanáms. Nemendur velja grunn sem samræmist því háskólanámi sem stefnt er að. Auk þess geta nemendur sem þegar hafa lokið við stúdentspróf bætt við sig einingum ef til þess þarf fyrir það háskólanám sem viðkomandi vill skrá sig í.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert