Bláalónsþrautin í fullum gangi

Hjólreiðamenn hafa eflaust sjaldan verið spenntari fyrir Bláalónsþrautinni, enda heil …
Hjólreiðamenn hafa eflaust sjaldan verið spenntari fyrir Bláalónsþrautinni, enda heil tvö ár síðan hún var síðast haldin. Ljósmynd/Aðsend

Bláalónsþrautin fór af stað í 25. skiptið kl. 16 í dag og fóru þá 360 manns af stað í þremur hollum. Engin þraut var í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins.

Jens Viktor Kristjánsson, sá sem sigraði fyrstu Bláalónsþrautina fyrir 25 árum, keppir nú aftur í ár og var hann klappaður upp við ræsinguna.

Brautarmetið er nú 1:36 en vindskilyrði eru keppendum í hag og því bundnar vonir við að það verði slegið. Mbl.is mun greina frá því um leið og þeir fyrstu koma í mark.

Áður var greint frá því að eldgosið í Geldingadölum gæti haft áhrif á brautina haldi það áfram um ókomin ár og því gæti þetta verið síðasta skipti sem möguleiki er á brautarmeti á þessari braut.

Jens Viktor Kristjánsson, sá sem sigraði fyrstu Bláalónsþrautina fyrir 25 …
Jens Viktor Kristjánsson, sá sem sigraði fyrstu Bláalónsþrautina fyrir 25 árum, keppir nú aftur í ár. Hér sést hann ávarpa hópinn þegar hann var klappaður upp við ræsinguna. Ljósmynd/Aðsend

Brassband lék við ræsinguna:

Hægt er að fylgjast með millitímum á www.timataka.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert