Bryndís tekur fram úr Jóni í Kraganum

Óli Björn Kárason og Bryndís Haraldsdóttir, frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, …
Óli Björn Kárason og Bryndís Haraldsdóttir, frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, ásamt Ragnheiði Ríkharðsdóttur. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Samkvæmt nýjustu tölum úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi hefur Bryndís Haraldsdóttir tekið fram úr Jóni Gunnarssyni.

Þetta kemur fram í beinu-streymi á facebook-síðu flokksins en talin hafa nú verið 2.984 af um 4.700 atkvæðum. Þegar 1.419 atkvæði höfðu verið talin kl. 19 var Jón Gunnarsson í öðru sæti en nú hefur Bryndís Haraldsdóttir tekið fram úr honum.

Þá leiðir Bjarni Benediktsson enn með 2.441 atkvæði í 1. sæti.

Í öðru sæti með 793 atkvæði í 1.-2. sæti er Bryndís Haraldsdóttir.

Í þriðja sæti með 996 atkvæði í 1.-3. sæti er Jón Gunnarsson.

Í fjórða sæti með 1.232 atkvæði í 1.-4. sæti er Óli Björn Kárason.

Í fimmta sæti með 1.425 atkvæði í 1.-5. sæti er Arnar Þór Jónsson.

Í sjötta sæti með 1.680 atkvæði í 1.-6. sæti er Sigþrúður Ármann.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is