Danshöll rísi í Efra-Breiðholti

Hin nýja miðstöð á að nýast öllum iðkendum dans í …
Hin nýja miðstöð á að nýast öllum iðkendum dans í borginni. mbl.is/Hari

Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra um að hús með sölum fyrir dans, fimleika og aðra íþróttastarfsemi verði staðsett í hverfismiðjunni við Austurberg, samkvæmt tillögum að nýju hverfisskipulagi fyrir Efra-Breiðholt.

Umhverfis- og skipulagssviði og ÍTR var falið að vinna að þarfagreiningu fyrir dans- og fimleikahús í Efra-Breiðholti í samráði við fimleikadeild ÍR, dansskóla með starfsemi í hverfinu, félög dansara og íbúaráð Breiðholts. Þá taki skrifstofa borgarstjóra og borgarritara upp viðræður við Fjölbrautaskólann í Breiðholti varðandi möguleika á að skólinn verði með danstengt nám sem nýti sér dans- og fimleikahúsið.

Ákjósanleg staðsetning fyrir nýja húsið er talin vera á horni Austurbergs og Gerðubergs á lóðinni Gerðubergi 1. Staðsetning Dans- og fimleikahússins á þessari lóð, sem er í eigu borgarinnar, þykir styrkja menningar-, mennta- og íþróttamiðju hverfisins við borgargötuna Austurberg.

Þar eru fyrir menningarmiðstöðin Gerðuberg, frístundamiðstöðin Miðberg, tónlistarskóli, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti og sundlaugin, ásamt fleiri íþróttamannvirkjum, sem og hverfistorgi, sem á að styrkja enn frekar. Jafnframt er áformað að Breiðholtsleggur borgarlínu fari þarna um í framtíðinni.

„Horft er til þess að allar tegundir af dansi fái að njóta sín í Dans- og fimleikahúsinu, sem á að þjóna bæði íbúum í Breiðholti og borginni allri. Með áherslu á fjölbreytta dansiðkun getur slíkt hús styrkt enn frekar hið fjölþjóðlega samfélag í borginni og opnað alls kyns ný samskipti og samskiptamöguleika,“ segir í greinargerð borgarstjóra, sem kynnt var á fundi borgarráðs. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert