Fjögur hjólhýsi fuku á bílaplani

Hjólhýsi valt undir Ingólfsfjalli skammt frá Selfossi. Fjögu hjólhýsi fuku …
Hjólhýsi valt undir Ingólfsfjalli skammt frá Selfossi. Fjögu hjólhýsi fuku hjá versluninni Útilegumanninum, eitt á Kjalarnesi og annað á Snæfellsnesvegi. mbl.is/kbl

Fjögur hjólhýsi fuku í hvassviðrinu í gær á bílaplaninu við verslunina Útilegumanninn í Mosfellsbæ. Samkvæmt dagbók lögreglunnar tókust tvö hjólhýsi á loft og fóru veltur, en eitt fauk á annað hjólhýsi.

Eru hjólhýsin mismikið skemmd, en unnið verður að lagfæringum um leið og veður lægir.

Þetta eru ekki einu hjólhýsin sem skemmdust í veðrinu í gær, en mbl.is greindi frá því í gær að  á Kjalarnesi, undir Ingólfsfjalli og á Snæfellsnesi hafi hjólhýsi fokið sem ekið var með. Urðu talsverðar truflanir á umferð vegna málanna.

Var vindur í hviðum allt að 35 m/s á Snæfellsnesvegi í gærkvöldi.

mbl.is