Fyrstu komnir í mark í Bláalónsþraut

Mjótt var á munum milli Hafsteins og Ingvars Ómarssonar úr …
Mjótt var á munum milli Hafsteins og Ingvars Ómarssonar úr Breiðabliki sem hlaut annað sætið en milli þeirra munaði aðeins tveimur sekúndum. Ljósmynd/Aðsend

Þeir allra röskustu eru komnir í mark í Bláalónsþrautinni en Hafsteinn Ægir Geirsson úr Tindi fór með sigur af hólmi. Mjótt var á munum milli hans og Ingvars Ómarssonar úr Breiðabliki sem hlaut annað sætið en milli þeirra munaði aðeins tveimur sekúndum.

Tími hafsteins var 1:42 og því stendur fyrra brautarmet upp á 1:36 enn.

Áður var greint frá því að eld­gosið í Geld­inga­döl­um gæti haft áhrif á braut­ina haldi það áfram um ókom­in ár og því gæti þetta verið síðasta skipti sem mögu­leiki er á braut­ar­meti á þess­ari braut.

Jens Viktor Kristjánsson, sigurvegari fyrstu Bláalónsþrautarinnar, ávarpar hópinn við ræsinguna …
Jens Viktor Kristjánsson, sigurvegari fyrstu Bláalónsþrautarinnar, ávarpar hópinn við ræsinguna en hann keppir sjálfur í ár. Ljósmynd/Aðsend


 

Af þeim 360 sem taka þátt í keppninni í ár eru nú 63 komnir í mark þegar þetta er skrifað.

mbl.is