Hefja uppbyggingu við gamla Slippinn

Göngugata. Ríflega 190 íbúðir verða í Vesturbugt og atvinnurými á …
Göngugata. Ríflega 190 íbúðir verða í Vesturbugt og atvinnurými á jarðhæð að hluta til. Með því hækkar þjónustustigið við höfnina í Reykjavík. Teikning/PK/Basalt/Krads/Trípólí

Fasteignaþróunarfélagið Kaldalón hyggst hefja uppbyggingu í Vesturbugt í Reykjavík um áramótin. Þar munu rísa 192 íbúðir og atvinnuhúsnæði. Tillaga að breyttu deiliskipulagi svæðisins hefur verið samþykkt til auglýsingar en með því fjölgar áformuðum íbúðum um 15-20.

Uppbyggingin sætir tíðindum á fasteignamarkaði. Árin 2018 til 2019 var fordæmalaust framboð nýrra íbúða á þéttingarreitum í miðborginni. Fall WOW air og svo kórónukreppan settu strik í reikninginn hjá verktökum en salan tók við sér í kjölfar vaxtalækkana Seðlabankans í fyrra. Eru nú flestar þessara ríflega 620 íbúða seldar, ef frá eru taldar 70 íbúðir á Austurhöfn en fjöldi seldra íbúða þar er ekki gefinn upp.

Jónas Þór Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Kaldalóns, segir hönnun Vesturbugtar verða lokið á næstunni. Hefjist framkvæmdir um áramótin sé raunhæft að fyrstu íbúðirnar komi á markað um mitt ár 2023. Samkvæmt því kunni verkefninu að ljúka í árslok 2024.

Í Vesturbugt verði aðallega tveggja, þriggja og fjögurra herbergja íbúðir. Jarðhæðir verði að mestu „lifandi“ með verslunarrýmum, en þó sé lítillega dregið úr því með nýju deiliskipulagstillögunni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »