Sextán ára handtekinn fyrir hótanir og vopnalagabrot

Sextán ára maður var handtekinn í Breiðholti í nótt fyrir vopnalagabrot og hótanir. Samkvæmt dagbók lögreglunnar var maðurinn handtekinn á öðrum tímanum í nótt, en hann er grunaður um hótanir og brot á vopnalögum og brot gegn opinberum starfsmanni. Er hann sagður hafa hótað fólki með eggvopni.

Málið var unnið með aðkomu föður drengsins og fulltrúa Barnaverndar.

Í gærkvöldi var svo annar maður handtekinn í Hlíðahverfi, en hann var í annarlegu ástandi og grunaður um brot á vopnalögum. Við handtöku reyndi maðurinn að slá lögreglumann og var hann vistaður í fangageymslu í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert