Alger umskipti hafa orðið á veðrinu

Gróður var lengi að taka við sér framan af sumri …
Gróður var lengi að taka við sér framan af sumri vegna þurrka. En þegar byrjaði að rigna fyrir alvöru varð allt grænt á örskotsstundu. mbl.is/Árni Sæberg

Mikil umskipti hafa orðið á veðrinu í Reykjavík fyrstu 10 dagana í júní, ef borið er saman við sömu daga í maí síðastliðnum.

Fyrstu 10 dagana í maí mældust 152,9 sólskinsstundir í Reykjavík. Svo margar sólskinsstundir hafa aldrei mælst þessa sömu tíu daga síðan mælingar hófust árið 1911.

Sólskinsstundir hafa aðeins mælst 23 það sem af er júní og er það verulega undir meðallagi. Sólskinsstundir voru ámóta margar þessa daga 2018 og enn færri 2013, samkvæmt upplýsingum sem blaðið fékk hjá Trausta Jónssyni veðurfræðingi.

Sömu sögu er að segja af úrkomunni. Í Reykjavík mældist úrkoman aðeins 0,2 millimetrar fyrstu 10 daga maí, eitt prósent meðalúrkomu. Fyrstu 10 daga júní hefur úrkoman mælst 16 millimetrar og er það um 20% umfram meðallag. Meðalhiti fyrstu tíu dagana er 9 stig í Reykjavík sem er -0,3 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert