Tæp 4.000 höfðu kosið klukkan 16

Lindaskóli í Kópavogi er einn kjörstaða sjálfstæðismanna í Kraganum.
Lindaskóli í Kópavogi er einn kjörstaða sjálfstæðismanna í Kraganum. Ljósmynd/Árni Torfason

3.986 höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi klukkan 16 í dag. 

Kjörstaðir loka klukk­an 18 í dag en kosn­ing­ar hafa farið fram síðustu tvo daga.

Í dag er því síðasti dag­ur­inn til að kjósa í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suðvest­ur­kjör­dæmi. Í fram­boði eru tólf ein­stak­ling­ar sem kepp­ast um sex sæti.

Kosið er á eft­ir­far­andi stöðum:

Fé­lags­heim­ili, Garðatorgi 7 í Garðabæ.

Fé­lags­heim­ili, Norður­bakka 1a í Hafnafirði.

Linda­skóla, Núpalind 7 í Kópa­vogi.

Fé­lags­heim­il­inu Kjarna á fyrstu hæð, Þver­holti 2 í Mos­fells­bæ.

Fé­lags­heim­ili, Aust­ur­strönd 3 á Seltjarn­ar­nesi.

Úrslit verða les­in upp frá Linda­skóla og fyrstu töl­ur verða lesn­ar upp klukk­an 19. Hægt verður að fylgj­ast með þróun niður­stöðunn­ar í beinu streymi á vefsíðu Sjálf­stæðis­flokks­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert