Eldur í tveimur bifreiðum

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í tvö útköll í nótt vegna bílabruna.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í tvö útköll í nótt vegna bílabruna. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt tvisvar tilkynningu um eld sem hafði komið upp í bifreiðum. Í annað skiptið var um bifreið að ræða sem var á Kársnesi en í hitt skiptið í Árbæ. Báðir brunarnir áttu sér stað eftir miðnætti.

Samkvæmt vakthafandi slökkviliðsmanni sakaði engan í brununum.

Talsvert annríki var einnig hjá kvöld- og næturvakt slökkviliðsins, en það sinnti 52 sjúkraflutningum í gærkvöldi og í nótt, þar af 26 eftir miðnætti.

mbl.is