Fleiri munu afplána með samfélagsþjónustu

Í dag er oft langur tími sem líður frá því …
Í dag er oft langur tími sem líður frá því dómur fellur og þangað til einstaklingar hefja afplánun sína. AFP

Samþykktar voru á þingi aðgerðir með það markmið að stytta boðunarlista til afplánunar refsinga og fækka þannig fyrningum refsinga og stytta bið þeirra, sem dæmdir hafa verið, eftir afplánun.

Um er að ræða tímabundnar breytingar sem veita Fangelsismálastofnun heimild til að láta menn afplána 24 mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm, með samfélagsþjónustu. Áður var það aðeins hægt ef refsitíminn var styttri en 12 mánuðir og því færri sem gátu fallið þar undir.

Einnig verða gerðar tímabundnar breytingar sem gera stofnuninni kleift að veita föngum reynslulausn nokkrum dögum fyrr en samkvæmt gildandi lögum.

mbl.is