Pólitískt skipaðar barnaverndarnefndir heyra sögunni til

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Pólitískt skipaðar barnaverndarnefndir verða lagðar niður og í stað þeirra verður starfrækt barnaverndarþjónusta og umdæmisráð barnaverndar á vegum sveitarfélaga. Lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi í gærkvöldi, á síðasta þingdegi þessa þings, en þau eru fyrri hluti heildarendurskoðunar barnaverndarlaga.

Í lögunum er meðal annars kveðið á um að barnaverndarumdæmi séu almennt ekki fámennari en 6.000 íbúar. Þó sé hægt að fá undanþágu frá þeim reglum ef sveitarfélög geta sýnt fram á lágmarksfagþekkingu á barnavernd.

Í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu kemur fram að þetta sé hluti af heildarendurskoðun barnaverndarlaga, en áform um þá vinnu voru kynnt í október árið 2019.

„Ég er virkilega glaður og ánægður með að Alþingi hafi samþykkt þetta frumvarp um breytingu á barnaverndarlögum, en málið er hluti af mestu breytingu á kerfinu sem ráðist hefur verið í síðustu áratugi,“ er haft eftir Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert