Barn hvarf úr Barnalandi

Barnið fannst í verslun skömmu eftir að hvarf þess uppgötvaðist.
Barnið fannst í verslun skömmu eftir að hvarf þess uppgötvaðist. mbl.is/Sigurður Unnar

Barnalandi í Smáralind, þar sem boðið er upp á barnagæslu fyrir börn á aldrinum 4 til 12 ára á vegum Smárabíós, hefur verið lokað tímabundið eftir að ungt barn hvarf úr gæslunni um helgina. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Smáralind. 

Barnalandi í Smáralind, sem Smárabíó á og rekur, hefur verið lokað tímabundið eftir að það hræðilega atvik átti sér stað að ungt barn gat yfirgefið gæsluna eitt síns liðs. Barnið fannst skömmu síðar í húsinu heilt á húfi,“ segir í tilkynningunni. 

Þá segir að farið verði ítarlega yfir málið og verkferlar betrumbættir svo að tryggja megi að sambærilegt atvik komi ekki aftur upp. 

mbl.is