Dóra níunda elst á Norðurlöndum

Dóra Ólafsdóttir er elsti núlifandi Íslendingurinn, fædd 6. júlí árið …
Dóra Ólafsdóttir er elsti núlifandi Íslendingurinn, fædd 6. júlí árið 1912 í Sigtúnum á Kljáströnd í Grýtubakkahreppi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Elsti Íslendingurinn, Dóra Ólafsdóttir, er nú níundi elsti íbúi á Norðurlöndum, 108 ára og 343 daga, samkvæmt tölum sem finna má á vefsíðunni Gerontology Wiki.

Þetta kemur fram á Facebook-síðunni Langlífi, sem Jónas Ragnarsson rithöfundur heldur úti, en þar er fjallað um langlífa Íslendinga, haldgóð hjónabönd, stóra systkinahópa og þess háttar.

Dóra er ættuð úr Eyjafirði og bjó lengi á Akureyri. Hún hefur verið á Skjóli við Kleppsveg í Reykjavík síðustu átta árin.

Anna Greta Carlson í Svíþjóð er elst á Norðurlöndum, 109 ára og 220 daga, en landi hennar Ingrid Svensson er 109 ára og 111 daga gömul. Elsti Finninn, Astrid Qvist, er 109 ára og 22 daga og er hún þriðja elsta manneskjan á Norðurlöndum. Elsti Daninn er Else Rehling, en hún er 108 ára og 276 daga gömul, en hún er jafnframt 11. elsti Norðurlandabúinn. Þá er elsti Norðmaðurinn 107 ára skv. Langlífi, elsti Færeyingurinn 105 ára og elsti Grænlendingurinn 102 ára. Fimm Íslendingar, allt konur, hafa orðið 109 ára og getur Dóra náð þeim áfanga hinn 6. júlí næstkomandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert