Innan við 100 flutningar teljist til tíðinda

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti innan við hundrað flutningum síðasta sólarhringinn sem telst til tíðinda. Varðstjóri segir að undanfarna mánuði hafi flutningar verið talsvert fleiri að meðaltali en áður fyrr. 

Slökkviliðið sinnti alls 87 flutningum á sjúkrabílum síðasta sólarhringinn, þar af 32 neyðarflutningum. Dælubílar voru boðaðir sjö sinnum í minniháttar verkefni, reykræstingu og vegna vatnsleka og álíka að sögn varðstjóra. 

Þá sinnti slökkvilið 11 verkefnum tengdum Covid-19. 

„Það er óvenjulegt núna ef við förum undir 100, sem reyndar þykir mikið engu að síður. Þetta er eiginlega orðið þannig að það er venjulegt að vera með svona mikið,“ segir varðstjóri. Hann segir að flutningar vegna Covid-19 „rífi þetta suma daga upp“, en að flutningar vegna veirunnar skipti almennt ekki sköpum. 

mbl.is