Maðurinn enn í lífshættu

Árásin átti sér stað fyrir utan veitingastað á Ingólfstorgi í …
Árásin átti sér stað fyrir utan veitingastað á Ingólfstorgi í miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Karlmaður um tvítugt sem var stunginn í Hafnarstrætinu aðfaranótt sunnudags er enn í lífshættu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir við mbl.is að sér hafi borist til eyrna að maðurinn sé ekki í bráðri lífshættu lengur, en að hann sé ekki hólpinn enn. Honum er nú haldið sofandi á gjörgæslu.

Rannsókn málsins segir Grímur að sé enn á ákveðnu byrjunarstigi, aðeins sé rúmur sólarhringur síðan atvikið átti sér stað. Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins og er hann nú í haldi lögreglu, grunaður um verknaðinn.

Í fréttatilkynningu frá lögreglu segir að rætt hafi verið við fjölda vitna auk þess sem verið er að fara yfir upptökur úr öryggismyndavélum í kring. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert