Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi hafin

Aung San Suu Kyi.
Aung San Suu Kyi. AFP

Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi eru hafin, fjórum mánuðum eftir að leiðtoganum var steypt af stóli í valdaráni mjanmarska hersins. San Suu Kyi var ákærð fyrir að hafa átt talstöðvar án tilskilins leyfis og fyrir að hafa brotið takmarkanir vegna Covid-19. 

Seinni réttarhöld munu einblína á ásakanir um spillingu og brot á þagnarskyldu.

Mannréttindahópar hafa fordæmt réttarhöldin og sagt að um sé að ræða tilraunir til að koma í veg fyrir að San Suu Kyi geti boðið sig fram í framtíðarkosningum í Mjanmar. San Suu Kyi, 75 ára, hefur verið í stofufangelsi síðan frá valdaráni hersins 1. febrúar. Lítið hefur spurst til hennar síðan fyrir utan þau skipti sem hún hefur komið fyrir dómara. 

Önnur réttarhöld hefjast yfir nóbelsverðlaunahafanum á morgun, 15. júní, vegna ásakana um uppreisnaráróður. Verði hún sakfelld á hún yfir höfði sér allt að 14 ára fangelsi í því máli. Í síðustu viku voru kynntar frekari ákærur vegna spillingar, en hún er sökuð um að hafa þegið 11 kílógrömm af gulli og 600 þúsund dollara [73 milljónir króna] greiðslu í andstöðu við lög.

Aung San Suu Kyi (til vinstri) kemur fyrir dómara fyrr …
Aung San Suu Kyi (til vinstri) kemur fyrir dómara fyrr í júní ásamt Win Myint, fyrrverandi forseta Mjanmar. AFP
mbl.is