Skýjað og væta 17. júní

mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Þokkalegar horfur eru á höfuðborgarsvæðinu fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní samkvæmt veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Útlit er fyrir fremur svalt veður og vætu um allt land. 

„Horfur á höfuðborgarsvæðinu eru þokkalegar, útlit er fyrir fremur hæga norðlæga átt á landinu og einhverja skúri, einkum á Norður- og Suðausturlandi,“ segir Eiríkur Örn Jóhannsson veðurfræðingur. Þá segir hann að væta verði á landinu, en minna á Vesturhluta landsins. 

Kort/Veðurstofa Íslands

Eiríkur segir svalt á landinu, en hámarkshiti nær 4-10 gráðum eftir landshlutum, skýjað verður að mestu en ekki hvasst. 

Þá hefur verið gefið út að hátíðarhöld í Reykjavík á 17. júní í ár verði með svipuðu sniði og á síðasta ári vegna samkomutakmarkana. Borgarbúar eru hins vegar hvattir til þess að halda upp á daginn með vinum og fjölskyldu. 

Morgun­athöfn verður í beinni út­send­ingu á RÚV frá Aust­ur­velli. At­höfn­in er hefðbund­in, Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra mun flytja ávarp og fjall­kon­an frum­flyt­ur sér­samið ljóð við til­efnið. 

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert