Útför Johns Snorra verður haldin í næstu viku

John Snorri Sigurjónsson.
John Snorri Sigurjónsson. Ljósmynd/Aðsend

Útför Johns Snorra Sigurjónssonar fjallgöngumanns verður haldin klukkan 13 þriðjudaginn 22. júní næstkomandi í Vídalínskirkju. Frá þessu greinir kona hans, Lína Móey Bjarnadóttir, á facebooksíðu sinni. 

Ekkert hefur spurst til Johns Snorra síðan 5. febrúar síðastliðinn þegar hann týndist á K2, næsthæsta fjalli heims og jafnframt því hættulegasta. John freistaði þess að verða einn þeirra fyrstu í sögunni til að klífa tind fjallsins að vetri til.

Umfangsmikil leit var gerð að John og félögum hans sem týndust með honum, en hún bar ekki árangur. 

John Snorri er í huga og hjarta okkar alla daga,“ segir Lína Móey á facebook. 

mbl.is