Árekstur á gatnamótum Dvergshöfða og Höfðabakka

Tveir bílar rákust saman á gatnamótum Miklubrautar og Höfðabakka rétt …
Tveir bílar rákust saman á gatnamótum Miklubrautar og Höfðabakka rétt í þessu. Ljósmynd/Ari Páll Karlsson

Árekstur tveggja bíla átti sér stað á gatnamótum Miklubrautar og Höfðabakka rétt í þessu.

Minnst fimm voru í bílunum og urðu minni háttar meiðsl á einum farþega, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 

Vinna á vettvangi stendur enn yfir. 

mbl.is