Beint: Miklabraut og Sæbraut í stokk

Fimm hópar arkitekta, landslagsarkitekta, hönnuða og verkfræðinga kynna tillögur sínar …
Fimm hópar arkitekta, landslagsarkitekta, hönnuða og verkfræðinga kynna tillögur sínar um hönnun stokka, annars vegar á Miklubraut og hins vegar Sæbraut, á opnum fundi borgarstjóra í Ráðhúsinu í dag. mbl.is/Hari

Opinn fundur borgarstjóra um tillögur um Miklubrautarstokk og Vogabyggðarstokk verður haldinn í dag, þriðjudag, milli klukkan níu og ellefu í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. 

Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér að neðan: 

Fimm hópar arkitekta, landslagsarkitekta, hönnuða, og verkfræðinga kynna tillögur sínar um hönnun stokkanna og byggðar á hvoru svæði fyrir sig. Þau munu einnig sýna myndbönd sem sýna hönnunina myndrænt.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í færslu á Facebook að báðar hugmyndirnar, það er að setja Miklubraut og Sæbraut í stokk, séu hluti af samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þá segir hann að óhætt sé að segja að hugmyndirnar hafi tekið út mikinn þroska í meðförum teymanna.

Dagskrá:

Tröð – Kanon - VSÓ
Sigríður Magnúsdóttir arkitekt FAÍ, Tröð
Helga Bragadóttir arkitekt FAÍ, Kanon

Yrki- DLD – Hnit
Ásdís Helga Ágústsdóttir arkitekt FAÍ, Yrki
Yngvi Karl Sigurjónsson arkitekt FAÍ, Yrki
Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt FÍLA,DLD

ASK – Efla – Gagarín
Páll Gunnlaugsson arkitekt FAÍ, ASK
Þorsteinn Helgason arkitekt FAÍ, ASK
Svava Rún Hermannsdóttir landslagsarkitekt, Efla
Hlín Helga Guðlaugsdóttir hönnuður, Gagarín

T.ark – SEW – Verkís – ITP
Halldór Eiríksson arkitekt FAÍ, T.ark
Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir landslagsarkitekt FÍLA, Verkís

Arkís – Landslag – Mannvit
Björn Guðbrandsson arkitekt FAÍ, Arkís

Fundarstjóri er Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi og formaður skipulags- og samgönguráðs.

mbl.is